Ákvörðun Svandísar ekki haft jákvæð áhrif á samstarfið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2023 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir það afstöðu flokksins að banna ekki hvalveiðar. vísir/vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að stöðva tímabundið hvalveiðar fram til fyrsta september hefur verið umdeild og hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks stigið fram og lýst yfir óánægju með ákvörðunina. Ákvörðun Svandísar var kynnt degi áður en vertíðin átti að hefjast í júní og var stuttur fyrirvari einnig gagnrýndur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sagði í fréttum okkar í gær að matvælaráðherra verði að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. „Ekki tímabært“ Þegar fréttamaður okkar, Helena Rós spurði ráðherra hvort hún væri búin að taka ákvörðun um framhaldið fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun sagði hún ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Ertu búin að taka ákvörðun um hvort hvalveiðar hefjast á ný 1. september? „Það er ekki tímabært,“ segir Svandís. Hvenær munt þú taka ákvörðun? „Í tæka tíð.“ Verið sé að safna gögnum og upplýsingum á sama tíma og vinna starfshópa standi yfir. Afstaða flokksins að banna ekki hvalveiðar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir hvalveiðibann Svandísar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Þetta mál hefur fyrst og fremst snúist um það að stjórnkerfið okkar verður að vera í þannig samskiptum við atvinnulífið í landinu að það sé eitthvað gagnsæi og fyrirsjáanleiki. Að ákvörðunartaka komi ekki í bakið á mönnum sem eru að hefja atvinnustarfsemi og það eru þau atriði sem við höfum einkum haft athugasemdir við. Við höfum síðan í þessu samtali okkar við aðra flokka í stjórninni komið því á framfæri, við gerðum það við stjórnarmyndun, að við værum ekki til viðtals um að fara að banna hvalveiðar í landinu og það er okkar afstaða.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hvalveiðar Umhverfismál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Ekki bjartsýnn á að hvalveiðar muni hefjast á ný Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir matvælaráðherra verða að gefa það út sem allra fyrst hvort bann við hvalveiðum haldi áfram þann fyrsta september. Hvernig sem fer telur hann að málið muni enda fyrir dómstólum. 10. ágúst 2023 23:03
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. 26. júlí 2023 07:42