Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Braut Haaland skoraði tvö fyrir City.
Erling Braut Haaland skoraði tvö fyrir City. James Gill - Danehouse/Getty Images

Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina.

Haaland kom gestunum yfir strax á fjórðu mínútu eftir undirbúning Rodri og bætti svo við öðru marki sínu á 36. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í slána og inn eftir sendingu frá Julian Alvarez.

Staðan því 2-0 í hálfleik, en Rodri var svo sjálfur á ferðinni þegar hann innsiglaði öruggan 3-0 útisigur Manchester City með marki á 75. mínútu og þar við sat.

Englandsmeistararnir hefja tímabilið því á öruggum sigri og virðast til alls líklegir. Nýliðar Burnley bjuggust líklega ekki við mörgum stigum úr þessum leik og bíða betra færis þegar liðið tekur á móti Aston Villa þann 27. ágúst næstkomandi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira