Fótbolti

Vestri batt enda á sigurgöngu Selfyssinga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vestri vann góðan sigur í kvöld.
Vestri vann góðan sigur í kvöld. Vestri

Vestri vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Selfossi í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar höfðu unnið þrjá leiki í röð í deildinni og sigur hefði komið þeim upp í umspilssæti.

Það var Ignacio Gil Echevarria sem kom heimamönnum í Vestra yfir strax á 11. mínútu leiksins áður en Vladimir Tufegdzic tvöfaldaði forystu liðsins þremur mínútum síðar.

Gary Martin minnkaði hins vegar muninn fyrir Selfyssinga á 26. mínútu leiksins og staðan var því 2-1, Vestra í vil, þegar flautað var til hálfleiks.

Þrátt fyrir nokkur færi í síðari hálfleik tókst liðinum ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan varð því 2-1 sigur Vestra sem nú situr í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig eftir 15 leiki, jafn mörg og Leiknir sem situr sæti ofar.

Selfyssingar sitja hins vegar enn í sjöunda sæti með 19 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×