Símanotkun í skólum stórt vandamál Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. ágúst 2023 20:03 Skiptar skoðanir eru um hvort banna eigi snjalltæki í skólum. Stöð 2/Arnar Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira