Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2023 23:31 Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, segir jákvætt að færri í hópi ungs fólks leiti til Vogs þó að kanna þurfi ástæðurnar til hlýtar. Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“ Fíkn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að innflutningur á kókaíni hefur aukist og neyslan þar með. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála sem tengjast innflutningi. Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að stofnunin merki sömu aukningu í störfum sínum og lögregla. Verðkannanir á Vogi á fíkniefnum hér á landi bendi til þess að litlar sveiflur séu á verði. Kókaínneysla hafi aukist að undanförnu eftir að hafa fallið í heimsfaraldrinum. Margar ástæður fyrir breytingum „Það merkilegasta sem við sjáum í okkar tölum síðustu ár er þessi minni eftirspurn ungs fólks eftir meðferð, en það er dramatísk fækkun síðustu þrjú ár.“ Hvað segir það okkur? „Það þarf auðvitað að skoða það. Það eru margar ástæður fyrir því. Þetta er mjög gott, þetta eru mjög jákvæðar upplýsingar.“ Valgerður segir að aðgengi að meðferð fyrir 25 ára og yngri sé gríðarlega gott á Vogi, sem sinni öllum í hópnum sem óski eftir því. Það þýði að færri séu að neyta efnanna. Neyslan alvarlegri „Hinsvegar ef við tökum fólkið sem kemur til okkar á þessum aldri, að þá eru einstaklingarnir þar í mjög blandaðri og oft alvarlegri neyslu. Um það bil helmingur einstaklinga sem kemur er að nota kókaín og eins og hefur verið margumtalað, ópíóðana. Þeir eru í hæsta hlutfalli í þessum yngsta neytendahópi.“ Neytendahópurinn sé minni en áður og segir Valgerður að Covid hafi þar haft mikil áhrif. Þróunin sé hafi hinsvegar verið í þessa átt frá því um aldamótin. Áfengið stærsta vandamálið Þú talar um minna aðgengi í heimsfaraldrinum. Kom eitthvað í staðinn? „Já. Ásókn í áfengi hefur aukist og þá er það öðruvísi að ásókn í róandi lyf og þessi löglegu vímuefni líkt og áfengi og ópíóða, hún jókst á þessum tíma.“ Hefur hlutfall þeirra sem leita aðstoðar vegna áfengisneyslu minnkað á meðan hinn fjöldinn fer upp? „Nei, það hefur það ekki. Það er ennþá stærsta og alvarlegasta vandamálið, það er áfengið. Langflestir fá greiningu á áfengisfíkn þó þeir noti oft mikið önnur vímuefni. Talandi um kókaín, langflestir sem koma til okkar og eru með kókaínfíkn eru líka með áfengisfíkn. Sú neysla fer nú oft saman, áfengi og kókaín, eins og örvandi efni önnur.“ Hún segir blandaða neyslu mjög algenga, sérstaklega hjá yngri hópum. Þar séu neysla kókaíns, kannabis og áfengis mjög algeng. Miklu máli skipti að ná unga fólkinu með áfengisfíkn áður en það leiðist út í önnur efni. „Já ég held að það sé fyrst og fremst lærdómurinn. Að grípa snemma inn í af því að það er þess virði að vera með snemminngrip í meðferð eða einhverskonar inngrip og aðgerðir strax og skoða áhættuhegðun hjá ungu fólki. Það skilar mestum árangri.“
Fíkn Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira