„Ég hlæ bara að þessu“ - sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir síðasta æfingaleik Liverpool í ferð liðsins um Asíu.
„Hann er frábær leikmaður en fjárhagslega hentar þetta okkur alls ekki. Ég vil svo sem ekki skemma þessar sögusagnir á þessum tímapunkti, en ég veit ekki betur en það sé ekkert til í þessu. Kannski er einhver hjá klúbbnum að undirbúa eitthvað til að koma mér á óvart. Það hefur ekki gerst þessi átta ár sem ég hef verið hér og væri þá í fyrsta skipti!“
Liverpool vinnur nú hörðum höndum að því að landa Romeo Lavia frá Southampton en þær samningaviðræður ganga hægt þar sem Southampton hvika ekki frá 50 milljón punda verðmiðanum sem þeir hafa skellt á Lavia.
Liðið hefur þegar tryggt sér tvo miðjumenn, þá Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister en einnig misst frá sér þá Fabinho og Jordan Henderson og eru því enn í virkri leit að frekari styrkingu.