Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 18:09 Theodór hefur starfað við sáttamiðlun í áratugi. Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. „Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt. Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
„Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt.
Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira