„Reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn“ Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2023 10:00 Hluti af Rey Cup meistaraliði Ascent Soccer Vísir/Einar Það er óhætt að segja að lið knattspyrnuakademíu Ascent frá Malaví hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á fótboltamótinu Rey Cup um nýliðna helgi en tveir Íslendingar, sem búa í Malaví, ýttu hugmyndinni að komu liðsins, úr vör. „Það má segja að forsaga málsins sé sú að við erum nokkrar íslenskar fjölskyldur, sem búum í Malaví og erum á vegum Utanríkisráðuneytisins þar. Ráðuneytið vinnur þróunarstarf í Malaví, er að byggja skóla, spítala og þess háttar og við erum þarna tveir knattspyrnuáhugamenn sem komumst í kynni við knattspyrnuakademíuna Ascent Soccer. Lengi hefur okkur langað til að gera eitthvað fyrir þessa akademíu. Þegar að Rúrik Gíslason kom til Malaví á sínum tíma, þá heimsótti hann knattspyrnuakademíuna og þá hefur sendiráðið í Malaví verið að fara með akademíuna héröðin þar og gefa þeim styrk til að finna leikmenn, halda mót og gera eitt og annað.“ Jóhann Bragi FjalldalVísir/Skjáskot Það var svo í upphafi þessa árs sem það kviknaði hugmynd hjá félögunum tveimur. „Við förum bara með lið á Rey Cup, hugsuðum við með okkur í samfloti með aðstandendum knattspyrnuakademíunnar. Á þeim tíma var þessu bara hent fram og við höfðum eiginlega enga trú á því að þetta gæti orðið að veruleika. Svo bara einhvern veginn byrjaði boltinn að rúlla. Við höfðum samband við forráðamenn Rey Cup og þeir buðu okkur að koma, það kom svo inn fjársterkur aðili sem borgaði allt flug fyrir leikmenn og þjálfara akademíunnar, við byrjuðum með hópsöfnun og það komu inn fyrir tæki sem vildu styrkja okkur. Það voru allir bara svo jákvæðir í garð þessa verkefnis að á endanum gekk þetta einhvern veginn upp.“ Æfa við frumstæðar aðstæður Þær fótboltalegu aðstæður, sem leikmenn knattspyrnuakademíu Ascent Soccer búa við í Malaví, eru allt aðrar en þær sem leikmenn upplifðu hér á landi á Rey Cup. „Aðstæðurnar í Malaví eru mjög frumstæðar, maður þarf eiginlega bara sjá þær með eigin augum til þess að skilja það. Leikmenn æfa jú á grasi, en grasið er með þúfum upp og niður einhvern veginn og svo þegar að þeir fara keppa þá eru þeir kannski bara að keppa á moldarvöllum og það gæti verið tré á vinstri kanti. Okkar leikmenn höfðu aldrei spilað á gervigrasi fyrir Rey Cup og aðstæðurnar hér eru aðstæður sem leikmönnum Ascent Soccer dreymir um að æfa og spila við.“ Ótrúlegir innan sem utan vallar Það þykir alveg ljóst að þessi reynsla leikmanna Ascent hér á land muni hverfa þeim og skipuleggjendum þessarar ferðar, seint úr minni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt, við erum bara enn að melta þetta því ævintýrið fyrir þessa ungu stráka byrjaði bara þegar að þeir komu hingað til lands fyrir nokkrum dögum síðan. Þið hafið séð þessa stráka, þeir eru bara ótrúlegir innan sem utan vallar. Þeir kvarta ekki yfir neinu og ef þeir eru sparkaðir niður í leik þá standa þeir upp og væla ekki í dómaranum. Þegar að þeir komu til Íslands og fóru í fyrsta fjölmiðlaviðtal sitt, þá vöktu þeir athygli af því að þeir voru að koma frá Afríku, koma frá Malaví. Núna vekja þeir athygli af því að þeir eru að spila einstakan fótbolta og eru að standa sig vel. Þeir eru gríðarlega stoltir af því.“ Jóhann Bragi rifjar þá upp viðtal við Latu Kayria, leikmann Ascent, sem var tekið fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir Rey Cup. Þar sagði Latu: „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það.“ „Við reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn,“ segir Jóhann Bragi. „Ég trúi þessu varla ennþá.“ Þurftu ekki að hafa áhyggjur af völlunum Leikmenn Ascent Soccer komu, sáu og sigruðu í flokki A-liða í 3. flokki karla á Rey Cup. Liðið vann alla leiki sína á mótinu og fékk ekki á sig mark. „Þetta hefur verið frábært,“ segir Emmanuel Cheyo, einn af leikmönnum Ascent Soccer. „Það hefur verið gaman fyrir okkur að mæta annars konar áskorun inn á fótboltavellinum. Íslensku leikmennirnir eru stórir og sterkir og því höfum þurft að aðlaga okkur til þess að geta spilað okkar leik. Þetta var því virkilega góð áskorun fyrir okkur.“ Latu Kayira, liðsfélagi Emmanuel hjá Ascent tekur undir með honum og segir það hafa verið frábæra upplifun að hafa fengið að spila úrslitaleik mótsins á Laugardalsvelli, hvað þá að vinna úrslitaleikinn sjálfan. „Við vorum mjög glaðir. Þetta var í fyrsta skipti sem við spiluðum á grasvelli í Evrópu en leikir okkar á Rey Cup höfðu verið að fara fram á gervigrasvöllum. Við gátum einbeitt okkur að okkar leik án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vellinum sem við vorum að spila á.“ Og þar snerist athyglin að aðstæðunum heima í Malaví. Hvernig eru aðstæðurnar heima fyrir ykkur til þess að æfa og spila fótbolta? „Hvað varðar mig sjálfan, þá eru aðstæðurnar hjá liðinu mínu aðeins betri en hjá liðum annarra leikmannanna í Malaví,“ svarar Latu. „Áður en ég kom til Ascent var ég vanur því að spila á moldarvöllum. Hjá Ascent höfum við bæði geta spilað á grasvöllum en einnig stærri völlum og með því náð að þróa okkar leik.“ Hann vildi óska þess að allt ungt knattspyrnufólk í Malavíu gætu æft og spilað fótbolta við þannig aðstæður. „Aðstæðurnar fyrir marga eru því miður ekki nægilega góðar og leikmenn þurfa að spila á moldarvöllum. Ég vildi óska þess að ég gæti bætt aðstæðurnar fyrir þau svo að fótboltinn í Malaví gæti tekið fleiri skref fram á við.“ Hrósa íslensku leikmönnunum Emmanuel segir dvölina á Íslandi hafa verið frábæra. „Við höfum kynnst landi og þjóð, séð hafið, farið í Fly Over Iceland og gert margt annað. Þá hefur verið gaman að kynnast nýjum krökkum, mynda ný sambönd.“ Og þá ber að hrósa andstæðingum liðsins frá Íslandi sem hafa sýnt þeim einstaka velvild og hlýju á mótinu svo eftir er tekið, bæði hjá leikmönnum Ascent Soccer sem og aðstandendum akademíunnar. „Við höfum fundið fyrir góðmennsku þeirra. Þrátt fyrir að við hefðum borið sigur úr býtum gegn þeim, þá komu leikmenn liðanna, tóku í hendurnar á okkur og þökkuðu okkur fyrir leikinn. Hér eru allir mjög vinalegir og þyrstir í að vita meira um Malaví.“ ReyCup Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Sjá meira
„Það má segja að forsaga málsins sé sú að við erum nokkrar íslenskar fjölskyldur, sem búum í Malaví og erum á vegum Utanríkisráðuneytisins þar. Ráðuneytið vinnur þróunarstarf í Malaví, er að byggja skóla, spítala og þess háttar og við erum þarna tveir knattspyrnuáhugamenn sem komumst í kynni við knattspyrnuakademíuna Ascent Soccer. Lengi hefur okkur langað til að gera eitthvað fyrir þessa akademíu. Þegar að Rúrik Gíslason kom til Malaví á sínum tíma, þá heimsótti hann knattspyrnuakademíuna og þá hefur sendiráðið í Malaví verið að fara með akademíuna héröðin þar og gefa þeim styrk til að finna leikmenn, halda mót og gera eitt og annað.“ Jóhann Bragi FjalldalVísir/Skjáskot Það var svo í upphafi þessa árs sem það kviknaði hugmynd hjá félögunum tveimur. „Við förum bara með lið á Rey Cup, hugsuðum við með okkur í samfloti með aðstandendum knattspyrnuakademíunnar. Á þeim tíma var þessu bara hent fram og við höfðum eiginlega enga trú á því að þetta gæti orðið að veruleika. Svo bara einhvern veginn byrjaði boltinn að rúlla. Við höfðum samband við forráðamenn Rey Cup og þeir buðu okkur að koma, það kom svo inn fjársterkur aðili sem borgaði allt flug fyrir leikmenn og þjálfara akademíunnar, við byrjuðum með hópsöfnun og það komu inn fyrir tæki sem vildu styrkja okkur. Það voru allir bara svo jákvæðir í garð þessa verkefnis að á endanum gekk þetta einhvern veginn upp.“ Æfa við frumstæðar aðstæður Þær fótboltalegu aðstæður, sem leikmenn knattspyrnuakademíu Ascent Soccer búa við í Malaví, eru allt aðrar en þær sem leikmenn upplifðu hér á landi á Rey Cup. „Aðstæðurnar í Malaví eru mjög frumstæðar, maður þarf eiginlega bara sjá þær með eigin augum til þess að skilja það. Leikmenn æfa jú á grasi, en grasið er með þúfum upp og niður einhvern veginn og svo þegar að þeir fara keppa þá eru þeir kannski bara að keppa á moldarvöllum og það gæti verið tré á vinstri kanti. Okkar leikmenn höfðu aldrei spilað á gervigrasi fyrir Rey Cup og aðstæðurnar hér eru aðstæður sem leikmönnum Ascent Soccer dreymir um að æfa og spila við.“ Ótrúlegir innan sem utan vallar Það þykir alveg ljóst að þessi reynsla leikmanna Ascent hér á land muni hverfa þeim og skipuleggjendum þessarar ferðar, seint úr minni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt, við erum bara enn að melta þetta því ævintýrið fyrir þessa ungu stráka byrjaði bara þegar að þeir komu hingað til lands fyrir nokkrum dögum síðan. Þið hafið séð þessa stráka, þeir eru bara ótrúlegir innan sem utan vallar. Þeir kvarta ekki yfir neinu og ef þeir eru sparkaðir niður í leik þá standa þeir upp og væla ekki í dómaranum. Þegar að þeir komu til Íslands og fóru í fyrsta fjölmiðlaviðtal sitt, þá vöktu þeir athygli af því að þeir voru að koma frá Afríku, koma frá Malaví. Núna vekja þeir athygli af því að þeir eru að spila einstakan fótbolta og eru að standa sig vel. Þeir eru gríðarlega stoltir af því.“ Jóhann Bragi rifjar þá upp viðtal við Latu Kayria, leikmann Ascent, sem var tekið fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir Rey Cup. Þar sagði Latu: „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það.“ „Við reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn,“ segir Jóhann Bragi. „Ég trúi þessu varla ennþá.“ Þurftu ekki að hafa áhyggjur af völlunum Leikmenn Ascent Soccer komu, sáu og sigruðu í flokki A-liða í 3. flokki karla á Rey Cup. Liðið vann alla leiki sína á mótinu og fékk ekki á sig mark. „Þetta hefur verið frábært,“ segir Emmanuel Cheyo, einn af leikmönnum Ascent Soccer. „Það hefur verið gaman fyrir okkur að mæta annars konar áskorun inn á fótboltavellinum. Íslensku leikmennirnir eru stórir og sterkir og því höfum þurft að aðlaga okkur til þess að geta spilað okkar leik. Þetta var því virkilega góð áskorun fyrir okkur.“ Latu Kayira, liðsfélagi Emmanuel hjá Ascent tekur undir með honum og segir það hafa verið frábæra upplifun að hafa fengið að spila úrslitaleik mótsins á Laugardalsvelli, hvað þá að vinna úrslitaleikinn sjálfan. „Við vorum mjög glaðir. Þetta var í fyrsta skipti sem við spiluðum á grasvelli í Evrópu en leikir okkar á Rey Cup höfðu verið að fara fram á gervigrasvöllum. Við gátum einbeitt okkur að okkar leik án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vellinum sem við vorum að spila á.“ Og þar snerist athyglin að aðstæðunum heima í Malaví. Hvernig eru aðstæðurnar heima fyrir ykkur til þess að æfa og spila fótbolta? „Hvað varðar mig sjálfan, þá eru aðstæðurnar hjá liðinu mínu aðeins betri en hjá liðum annarra leikmannanna í Malaví,“ svarar Latu. „Áður en ég kom til Ascent var ég vanur því að spila á moldarvöllum. Hjá Ascent höfum við bæði geta spilað á grasvöllum en einnig stærri völlum og með því náð að þróa okkar leik.“ Hann vildi óska þess að allt ungt knattspyrnufólk í Malavíu gætu æft og spilað fótbolta við þannig aðstæður. „Aðstæðurnar fyrir marga eru því miður ekki nægilega góðar og leikmenn þurfa að spila á moldarvöllum. Ég vildi óska þess að ég gæti bætt aðstæðurnar fyrir þau svo að fótboltinn í Malaví gæti tekið fleiri skref fram á við.“ Hrósa íslensku leikmönnunum Emmanuel segir dvölina á Íslandi hafa verið frábæra. „Við höfum kynnst landi og þjóð, séð hafið, farið í Fly Over Iceland og gert margt annað. Þá hefur verið gaman að kynnast nýjum krökkum, mynda ný sambönd.“ Og þá ber að hrósa andstæðingum liðsins frá Íslandi sem hafa sýnt þeim einstaka velvild og hlýju á mótinu svo eftir er tekið, bæði hjá leikmönnum Ascent Soccer sem og aðstandendum akademíunnar. „Við höfum fundið fyrir góðmennsku þeirra. Þrátt fyrir að við hefðum borið sigur úr býtum gegn þeim, þá komu leikmenn liðanna, tóku í hendurnar á okkur og þökkuðu okkur fyrir leikinn. Hér eru allir mjög vinalegir og þyrstir í að vita meira um Malaví.“
ReyCup Mest lesið Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Fótbolti Leik lokið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Sjá meira