Hetja á HM nokkrum árum eftir að hún vissi ekki hvort hún gæti gengið aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 16:00 Hayley Raso fagnar hér marki í stórsigrinum á Kanada á HM í dag. Getty/Alex Grimm Ástralar þurftu á hjálp að halda til að koma liði sínu áfram í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fram fer á þeirra heimavelli. Pressan hefur verið mikil á liðinu en líklega aldrei meira en fyrir leikinn í morgun. Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira