Drapst eftir ákafar samfarir með bróður sínum Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 11:02 Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst af áverkum sínum. Mote Sækýrin Hugh drapst eftir að hafa stundað ákaft kynlíf með bróður sínum, Buffett, í heilan dag á sædýrasafninu Mote Marine Laboratory & Aquarium í Flórída. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum: Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum:
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira