Reykholtshátíð í Reykholti um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2023 12:31 Mikill fjöldi fólks sækir alltaf Reykholtshátíð. Valgerður G. Halldórsdóttir Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun. Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar
Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“