Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst með minna fylgi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðasta haust. Á myndinni er forysta flokksins; Bjarni Benediktsson formaður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður og Vilhjálmur Árnason ritari.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðasta haust. Á myndinni er forysta flokksins; Bjarni Benediktsson formaður, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður og Vilhjálmur Árnason ritari. vísir/vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rétt rúmlega 16 prósent fylgi í nýrri könnun og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi.

Þetta er niðurstaða úr skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí 2023. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn og mælist með 27,4 prósent fylgi.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað jafnt og þétt síðustu mánuði. Í könnun Maskínu í júlí mældist flokkurinn með 19,3 prósent fylgi en í júní mældist flokkurinn með 18,5 prósent. Flokkurinn hefur hins vegar aldrei mælst með jafn lítið og í nýjustu könnun Prósents eða 16,1 prósent.

Niðurstöður könnunarinnar.Prósent

Píratar mælast með 14,5 prósent fylgi en aðrir flokkar mælast með minna en 10 prósent. Vinstri græn og Framsókn mælast bæði með rétt rúmlega sjö prósenta fylgi en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna mælist rúmlega 30 prósent samkvæmt könnuninni. Viðreisn fengi tæplega níu prósent yrði gengið til kosninga í dag og Flokkur fólksins 8,5 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi. Sósíalistaflokkurinn mælist með minnsta fylgið eða 2,9 prósent.

Úrtak: 2300 einstaklingar 18 ára og eldri. Fjöldi svara: 1191. Svarhlutfall: 51,8%



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×