Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2023 21:41 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA einbeittur Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. „Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58