Erlent

Kom að líki hinnar 16 ára Am­ber Gibson: Snerti líkið á ó­við­eig­andi hátt og faldi það svo

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dómur í máli Amber Gibson verður kveðinn upp í september.
Dómur í máli Amber Gibson verður kveðinn upp í september. Lögreglan á Skotlandi/Ríkissaksóknari Bretlands

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið fundinn sekur um að hafa snert lík hinnar sextán ára Amber Gibson á óviðeigandi hátt, eftir að hann kom að því, og í kjölfarið falið það. Bróðir stúlkunnar var á dögunum fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á henni.

Hinn tvítugi Connor Gibson var á dögunum fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Amber Gibson í nóvember 2021 í Hamilton í Skotlandi.

Í frétt BBC kemur fram að auk Connors sé annar maður sakaður um aðkomu í málinu. Hinn 45 ára gamli Stephen Corrigan er nú sakaður um að hafa komið að líki stúlkunnar innan tveggja daga frá atvikinu, komið við það á óviðeigandi hátt og síðar falið það. 

Árangurslaus fjarvistarsönnun

Þá segir að maðurinn hafi hvorki verið kunnugur Amber né bróður hennar. Hann hefur nú verið fundinn sekur um tilraun til að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar og fyrir brot gegn siðferði almennings. Corrigan hefur neitað sök og reynt að leggja fram fjarvistarsönnun, án árangurs.

Dómar í málum Gibson og Corrigan verða kveðnir upp þann 4. september næstkomandi. Lord Mulholland, hæstarréttardómari í Livingston hefur þegar sagt að Gibson standi frammi fyrir lífstíðarfangelsi og Corrigan fyrir „löngum dómi“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×