Erlent

Full­trúi rúss­neska al­ræðisins heiðrar ein­ræðis­stjórnina í Norður Kóreu

Heimir Már Pétursson skrifar
Kang Sun Nam varnarmálaráðherra einræðisríkisins Norður Kóreu bauð Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi velkominn til Norður Kóreu snemma í morgun.
Kang Sun Nam varnarmálaráðherra einræðisríkisins Norður Kóreu bauð Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi velkominn til Norður Kóreu snemma í morgun. AP/kóreska fréttastofan

Sergei Shoigu varnarmálaráðherra alræðisstjórnarinnar í Rússlandi ásamt sendinefnd heiðraði vini sína í einræðisríkinu Norður Kóreu með nærveru sinni í dag.

Tilefnið er að minnast þess að sjötíu ár eru liðin frá vopnahléssamningum í kóreustríðinu sem geisaði á árunum 1950 til 1953. Kim Jong Un einræðisherra hefur boðað til viku hátíðarhalda vegna þessa.

Shoigu lagði blómsveig að minnisvarða um sovéska hermenn sem börðust ásamt Kínverjum með Norður Kóreumönnum gegn Suður Kóreu sem studd var af Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum.

Þá lagði varnarmálaráðherra Vladimir Putins einnig blómsveig að minnisvarða um fyrstu einræðisherra Norður Kóreu, þeirra Kim Il Sung og Kim Jong Il.

Rússar eru vinafáir eftir innrásina í Úkraínu. Margir telja að þeir vilji sýna með heimsókninni að bæði Norður Kórea og Kína standi með þeim þótt Kínverjar hafi reyndar ekki sent þeim umbeðin vopn svo vitað sé. Hins vegar eru uppi getgátur um að Norður Kórea hafi útvegað Rússum vopn.


Tengdar fréttir

Enda einangrun með heimsókn frá Rússlandi og Kína

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa boðið sendinefndum frá Rússlandi og Kína til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að á morgun verða sjötíu ár liðin frá því skrifað var undir vopnahlé í Kóreustríðinu. Einræðisríkið hefur verið mjög einangrað á undanförnum árum vegna faraldurs Covid.

Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner

Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×