„Mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli“ Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2023 11:03 Grímur segir að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Bylgjan Grímur Már Þórólfsson, lögmaður sem sérhæfir sig í hjúskaparrétti, segir það algengt að fólk geri kaupmála hér á landi áður en það gengur í hjónaband. Hann segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólk skoði það að gera kaupmála. „Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“ Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir öll að fá ráðgjöf lögmanns fyrir hjúskap um hvort það þurfi að gera kaupmála eða ekki og taka ígrundaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Grímur, sem á og rekur vefsíðuna Hjúskapur.is, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar segir hann að slatti af fólki leiti til þeirra til að fá aðstoð varðandi kaupmála. Fólk í ýmsum aðstæðum skoði það að gera kaupmála. „Fólk sem þarf helst að skoða kaupmála er auðvitað fólk sem hefur verið í stuttri sambúð og sambandi. Sérstaklega ef annar aðilinn á eignir og hinn ekki. Þá er kannski best að tryggja sig fyrir því. Það er ansi dýrt að vera vitur eftir á.“ Það er misjafnt hvað fólk gerir kaupmála um en Grímur nefnir sem dæmi að skynsamlegt geti verið að gera kaupmála um félög. „Af því það er talsvert flóknara að fara að verðmeta félög heldur en fasteignir, bifreiðar eða hvað sem er. Það getur verið mjög dýrt og tímafrekt að verðmeta eignarhlut í félagi,“ segir hann. Erfiðara sé að selja einkahlutafélag utan um rekstur heldur en til dæmis bíla og fasteignir. Þá segir Grímur að arfur sé einnig algengt hitamál þegar kemur að kaupmálum. „Fólk vill oft gera kaupmála um það, að ef það fær arf þá sé það séreign.“ Dýr skilnaðarferli séu blóðug Grímur segir algengt að fólk viti ekki að allar hjúskapareignir skiptist á milli fólks við hjónaband. Það er að segja nema það séu gerðir sérstakir löggerningar eins og kaupmálar um að eignir séu séreignir annars aðilans. „Það eru sumir sem koma á fund og eru ekkert vissir um hvernig þetta virkar. Það hefur fólk komið á fundi sem er einmitt komið í skilnaðarferli eftir stuttan hjúskap, það hélt að eignirnar sem það átti fyrir hjúskap að það væru séreignir. En það er algjör misskilningur. Þá segir Grímur að það sé „mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðarferli.“ Andrúmsloftið geti verið þrungið Annað sem er algent er að fólk komi á fundi til Gríms og heldur að það eigi að gera kaupmála eftir að það er búið að gifta sig. Grímur segir þó að það sé æskilegast að gera kaupmála áður en gengið er í hjónaband. Er ekki þrungið andrúmsloft þegar fólk er búið að vera gift í nokkur ár og kemur til að gera kaupmála? „Ekkert endilega, kannski er það búið að ræða þetta lengi og taka þessa ákvörðun. Svo kannski er andrúmsloftið þungt þegar annar aðillinn vill gera kaupmála en hinn ekki.“ Hvernig er það tæklað? „Þá er það bara ekki hægt. Kaupmáli virkar bara ef báðir aðilar eru sammála.“
Ástin og lífið Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira