Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. júlí 2023 23:56 Sirrý Arnardóttir er venjulega ánægð með að hafa flugvöll nálægt heimili sínu. Það hefur breyst. Stöð 2 Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“ Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Mikil umferð þyrlna hefur kynnt undir miklar umræður um hávaðamengun í þéttbýli. Íbúar Skerjafjarðar Kársness í Kópavogi finna hvað allra mest fyrir þyti spaðanna. Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona er ein íbúa Skerjafjarðar sem hafa fengið sig fullsadda af látunum. Hún ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sérstaklega á góðviðrisdögum, þegar maður er úti í garði að njóta veðurblíðunnar þá er þetta finnst manni á tveggja mínútna fresti og þetta er svona næstum því yfir hausnum á manni og mikill hávaði,“ segir hún. Hávaðinn í þyrlunum bætist við hávaða frá einkaþotum, farþegaflugvélum og kennsluflugvélum, sem alla jafna taka á loft frá og lenda á Reykjavíkurflugvelli. „Það er bara mál manna að við erum eiginlega að fá nóg og þetta er skerðing á lífsgæðum. Maður er allt í einu að átta sig á því að hvaða kyrrð er mikilvæg og hvað hávaðamengun er lýjandi.“ Sátt með flugvöllinn en vill útsýnisþyrlurnar burt Sirrý segist gera sér grein fyrir því að hún búi við flugvöll og að hún sé sátt með veru hans í Vatnsmýrinni. Hverfið sé yndislegt þrátt fyrir hana og hún styðji hana áfram. „En þá erum við að tala um venjulegt farþegaflug, fyrir bara venjulegar flugvélar sem koma ekki á tveggja mínútna fresti og þær eru ekki alveg ofan í kaffibollanum manns, þegar maður situr úti í garði að sóla sig. Þá segir Sirrý að mikilvægt sé að ræða málið komi til þess að gosið vari mikið lengur. „Hverjir hafa rétt? Eru það bara ferðamenn eða eru það líka við sem erum með lögheimili í borginni? Þetta eru tugir þúsunda manna og á Kársnesinu í Kópavoginum. Við búum við hávaða viðstöðulaust, við þurfum að ræða þetta, við þurfum bara einhvern undirskriftalista. Við þurfum að láta í okkur heyra og helst að færa þetta.“
Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira