Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 22:11 Anton Ari fór illa af ráði sínu á upphafssekúndum leiksins Vísir/Hulda Margrét Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira