Erlent

Einka­kokkur Obama-fjöl­skyldunnar drukknaði í tjörn

Árni Sæberg skrifar
Obama-hjónin eru í öngum sínum eftir andlát Campbells.
Obama-hjónin eru í öngum sínum eftir andlát Campbells. ALEX BRANDON/EPA/Ron Edmonds/AP

Einkakokkur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjarforseta, og fjölskyldu drukknaði í tjörn nálægt sumarhúsi fjölskyldunnar í Martha's Vineyard í Bandaríkjunum.

Tafari Campbell fannst látinn á um 2,5 metra dýpi í Stóru Edgartown tjörninni í Martha's Vineyard í Massachusetts-ríki í dag. Martha's Vinyard er eyja undan austurströnd Bandaríkjanna og er gríðarlega vinsæll sumarleyfisstaður efnameiri Bandaríkjamanna.

Campbell var í heimsókn á eyjunni en vinnuveitendur hans, fyrrverandi forsetafjölskylda Bandaríkjanna, eiga hús á eyjunni. Forsetahjónin voru ekki á svæðinu þegar hann lést.

Leit hófst að manni sem hafi fallið af róðrarbretti á tjörninni á sunnudag og í morgun tilkynnti lögreglan á svæðinu að lík Campbells hefði fundist.

Fjölskyldan í áfalli

Í yfirlýsingu Baracks og Michelle Obama segir að Campbell hafi verið orðinn hluti af fjölskyldunni.

„Þegar við kynntumst honum fyrst var hann hæfileikaríkur aðstoðaryfirkokkur í Hvíta húsinu – hugmyndaríkur og ástríðufullur þegar kom að mat og getu hans til þess að sameina fólk. Í gegnum árin fengum við að kynnast hlýrri, skemmtilegri og einstaklega góðri manneskju, sem gerði líf okkar allra ögn bjartari. Það er þess vegna sem við báðum hann um að koma með okkur þegar við yfirgáfum Hvíta húsið og hann samþykkti það. Hann hefur verið hluti af lífi okkar síðan og við erum í molum vegna andláts hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×