Innlent

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum

Árni Sæberg skrifar
Áreskturinn varð á Hafnarfjarðarvegi. Myndin er úr safni.
Áreskturinn varð á Hafnarfjarðarvegi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Olían lak úr tveimur bílum sem skullið höfðu saman. Annar bíllinn skemmdist töluvert en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu urðu engin slys á fólki. Hann segir að hreinsunarstarfi hafi verið lokið laust upp úr klukkan fimm og því ætti að greiðast úr umferðartöfum fljótlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×