Líðan manns á sjötugsaldri sem bjargað var úr sjónum rétt utan við Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöld er góð eftir atvikum, en hann var nokkuð lengi í sjónum. Hann var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar náðu honum á land og hægt var að ræða við hann.
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum í samtali við Vísi.
Hann var ásamt félaga sínum á skemmtisiglingu um fimm hundruð metra frá höfninni þegar þeir enduðu utan borðs með þeim afleiðingum að annar þeirra lést. Hinn látni var einnig á sjötugsaldri.
Hann var meðvitundarlaus þegar honum var komið á land og endurlífgunartilraunir báru engan árangur.
Mennirnir voru á fimm metra skemmtibát af gerðinni Flipper. Báturinn sökk niður á sextán metra dýpi en honum hefur verið komið á land.
Báturinn er af tegundinni Flipper.Flipper
Úlfar segir að fátt annað liggi fyrir í málinu og að það muni skýrast þegar maðurinn sem lifði af getur greint lögreglu frá atvikum. Málið sé til rannsóknar hjá embætti hans sem og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Karlmaður á sjötugsaldri lést er sportbátur sökk út undan Njarðvíkurhöfn í gær. Annar maður var einnig fluttur á slysadeild en ekki er vitað um líðan hans.
Tveir menn hafa verið fluttir á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi vegna sjóslyss út undan Njarðvíkurhöfn. Mikill viðbúnaður var við höfnina.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.