Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 10:30 Alexandra Popp fagnar marki í sigri Þýskalands á Marokkó í dag. Getty/Robert Cianflone Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira