Gosmóðan ekki á förum í bráð Oddur Ævar Gunnarsson, Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 21. júlí 2023 22:35 Ef eitthvað er þá fer meira fyrir gosmóðunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöld heldur en í dag. Vísir/Oddur Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. Eins og fram hefur komið hefur grá slikja legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur, segir að ekki séu breytingar á veðri og vindátt í kortunum fyrr en á þriðjudag. „Næstu daga er hæg breytileg átt á landinu og því má búast við áframhaldandi gosmengun víða á suður og vesturlandi. Gosmengunin sem er núna yfir Reykjavík er í raun og veru gosmóða þar sem SO2 hefur breyst í SO4 en einnig er SO2 búið að mælast og það má búast við áframhaldandi mengun á meðan það er svona hægur vindur,“ segir Helga. „Það er ekki fyrr en á þriðjudag sem er búist við vaxandi suðaustanátt með rigningu og þá ættu nú aðeins að lagast hjá okkur loftgæðin.“ Ef rignir þá verður regnið súrt Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ræddi gosmóðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir um að ræða gas sem hafi borist suður á haf síðustu dag en síðan yfir höfuðborgarsvæðið þegar vindáttin breyttist. „Á þessum tíma er gasið búið að hvarfast og þá verður til SO4, sem eru agnir. Þetta er örfínt brennisteinsryk og mælist ekki á gasmælum. Fyrir flest heilbrigt fólk skiptir þetta litlu máli. Þetta er ekki endilega besti dagurinn til að hlaupa tíu kílómetra samt.“ Þorsteinn segir að fólk sem er viðkvæmt fyrir, með asma eða lungnasjúkdóma, geti fundið vel fyrir slíkri mengun. Þeir einstaklingar þurfi að huga að sínum lyfjum, mögulega taka meira af þeim í samráði við lækna og hafa hægt um sig. Við ræddum við veðurfræðing sem sagði vindáttina geta haldist. En hvað ef það fer að rigna, hefur það einhver áhrif? „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Verði mengunin hinsvegar viðvarandi geti slíkt regn farið að hafa áhrif á lífríkið. Enn sem komið er hafi það þó lítil áhrif og segir Þorsteinn ekki tilefni til þess að hafa áhyggjur. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur grá slikja legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur, segir að ekki séu breytingar á veðri og vindátt í kortunum fyrr en á þriðjudag. „Næstu daga er hæg breytileg átt á landinu og því má búast við áframhaldandi gosmengun víða á suður og vesturlandi. Gosmengunin sem er núna yfir Reykjavík er í raun og veru gosmóða þar sem SO2 hefur breyst í SO4 en einnig er SO2 búið að mælast og það má búast við áframhaldandi mengun á meðan það er svona hægur vindur,“ segir Helga. „Það er ekki fyrr en á þriðjudag sem er búist við vaxandi suðaustanátt með rigningu og þá ættu nú aðeins að lagast hjá okkur loftgæðin.“ Ef rignir þá verður regnið súrt Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ræddi gosmóðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir um að ræða gas sem hafi borist suður á haf síðustu dag en síðan yfir höfuðborgarsvæðið þegar vindáttin breyttist. „Á þessum tíma er gasið búið að hvarfast og þá verður til SO4, sem eru agnir. Þetta er örfínt brennisteinsryk og mælist ekki á gasmælum. Fyrir flest heilbrigt fólk skiptir þetta litlu máli. Þetta er ekki endilega besti dagurinn til að hlaupa tíu kílómetra samt.“ Þorsteinn segir að fólk sem er viðkvæmt fyrir, með asma eða lungnasjúkdóma, geti fundið vel fyrir slíkri mengun. Þeir einstaklingar þurfi að huga að sínum lyfjum, mögulega taka meira af þeim í samráði við lækna og hafa hægt um sig. Við ræddum við veðurfræðing sem sagði vindáttina geta haldist. En hvað ef það fer að rigna, hefur það einhver áhrif? „Ef það fer að rigna þá rignir þetta niður. Þá fáum við kannski smá súrt regn. Ef það gerist einu sinni þá skiptir það ekki máli. Það sýndi sig í tveimur síðustu gosum, að þá rigndi svolítið, það hafði engin áhrif á vatnsból svo hægt væri að sjá.“ Verði mengunin hinsvegar viðvarandi geti slíkt regn farið að hafa áhrif á lífríkið. Enn sem komið er hafi það þó lítil áhrif og segir Þorsteinn ekki tilefni til þess að hafa áhyggjur. Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra.
Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira