Frekari ákvörðun um opnun tekin í fyrramálið: „Viðbragðsaðilar að hörfa frá“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. júlí 2023 19:29 Björgunarsveitir segja vel hafa tekist að rýma svæðið í kvöld. Mikil mengun er nú á svæðinu. Vísir/Arnar Vel gekk í kvöld þegar gossvæðið við Litla-Hrút á Reykjanesi var lokað almenningi af lögreglu. Björgunarsveitarmaður segir þó aðeins hafa þurft að rökræða við einhverja göngugarpa. Ákvörðun um mögulega opnun svæðisins á morgun verður tekin í fyrramálið. Mikil mengun er nú á svæðinu. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira