Frekari ákvörðun um opnun tekin í fyrramálið: „Viðbragðsaðilar að hörfa frá“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. júlí 2023 19:29 Björgunarsveitir segja vel hafa tekist að rýma svæðið í kvöld. Mikil mengun er nú á svæðinu. Vísir/Arnar Vel gekk í kvöld þegar gossvæðið við Litla-Hrút á Reykjanesi var lokað almenningi af lögreglu. Björgunarsveitarmaður segir þó aðeins hafa þurft að rökræða við einhverja göngugarpa. Ákvörðun um mögulega opnun svæðisins á morgun verður tekin í fyrramálið. Mikil mengun er nú á svæðinu. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira