Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 21:17 Ármann Höskuldsson er eldfjallafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands. Arnar Halldórsson Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Tíu dagar eru frá því eldgosið hófst við Litla-Hrút, það þriðja í röðinni á sömu gossprungu á þremur árum. „Þetta er öflugra gos, búið að vera kröftugt frá byrjun,“ segir Ármann í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Eldgosið í gærkvöldi. Horft til Keilis. Fjær er Reykjavíkursvæðið, langfjölmennasta byggð Íslands.Björn Steinbekk Það að þetta gos sé kröfugra en þau fyrri telur eldfjallafræðingurinn ákveðinn forboða. „Framleiðslan er farin af stað og nesið er orðið lekt. Og þá megum við búast við að gosin verði svona stærri og stærri. Sem sagt; næsta gos, ef það verður aftur hér, þá verður það stærra en þetta gos og þar fram efir götunum,“ segir Ármann. Eldgosið við Litla-Hrút þurfi þó ekki að verða langvinnt. „Miðað við hin tvö gosin þá ætti þetta bara að verða styttra. Það er meiri framleiðsla hér. Sem sagt; það kemur meira af kviku upp, sem myndi þýða það að geymirinn, sem er hér undir, hann tæmist fyrr.“ Mikil hrauntjörn myndaðist norðan gígsins í gær. Til hægri er fjallið Litli-Hrútur.Arnar Halldórsson Menn þurfi samt að vera viðbúnir stærri eldgosum og því sé mikilvægt að safna sem mestum gögnum um hvert þeirra. „En þau verða kröftugri og kröftugri. Þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við erum að sjá svona Reykjaneshrinu með nútímatækni. Þannig að það má eiginlega segja að hvert gosið á fætur öðru kemur með sömu einkenni en samt eitthvað frábrugðið,“ segir Ármann. Horft til norðurs. Þar tekur við Vatnsleysuströnd.Arnar Halldórsson Ekki þarf annað en að virða fyrir sér tiltölulega nýleg hraun nálægt þéttbýli til að átta sig á því að byggð stafar sannarlega ógn af eldgosahrinu á Reykjanesskaga. „Því að við vitum það náttúrlega, því að þetta er byrjað, að það kemur að því að þetta kemur upp á þeim stöðum sem hraunið fer til byggða. Og þá þurfum við bara að geta brugðist við,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Hafnarfjörður Garðabær Almannavarnir Tengdar fréttir Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. 20. júlí 2023 10:40
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42