Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 10:40 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur á gosstöðvunum í gær. Arnar Halldórsson Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. „Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
„Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10