Fótbolti

Rooney kvartaði undan Apple

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney var ekki sáttur með framgöngu Apple á leiknum í gær.
Wayne Rooney var ekki sáttur með framgöngu Apple á leiknum í gær. AP/Alex Brandon

Bandaríska MLS-deildin er að fá Lionel Messi inn í deildina og fyrir vikið meiri athygli frá fótboltaheiminum.

Hluti af sókn MLS er sjónvarpssamningur við Apple TV sem færir deildinni að minnsta kosti 250 milljónir Bandaríkjadala á hverju ári næstu tíu árin. Það gera um 32,8 milljarða íslenskra króna og er mun stærri en gamli sjónvarpssamningurinn.

Apple TV var á svæðinu í gær þegar Arsenal vann 5-0 sigur á stjörnuliði MLS-deildarinnar.

Starfsmenn Apple slógu þó ekki í gegn hjá öllum.

Wayne Rooney stýrði stjörnuliði MLS í gær og kvartaði undan Apple eftir leikinn.

„Það hefur verið frábært að fá Apple inn í deildina en þeir leyfðu þó ekki starfsmönnum mínum að sitja í sínum sætum í kvöld,“ sagði Wayne Rooney.

„Apple fólkið henti starfsfólkinu mínu úr sætunum sínum og ég varð að gera mínu fólki þann greiða að segja frá þessu. Ef þú ert beðinn um að stýra leik með þinu starfsfólki þá er algjör lágmark að þau fái sæti til að sitja í,“ sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×