Leikmenn með stjörnur í augum þegar Ólympíuhetja mætti óvænt á liðsfundinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2023 07:30 Sam Kerr er stærsta stjarna ástralska landsliðsins en hún leikur með Chelsea á Englandi. Vísir/Getty Ástralska landsliðið í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu gegn Írlandi í dag. Þjálfari liðsins kom leikmönnum þess heldur betur á óvart í síðustu viku þegar hefðbundinn liðsfundur var á dagskrá. Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira
Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Sjá meira