Fótbolti

Rúnar Alex og Hákon Rafn á blaði hjá Brönd­by

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Alex gæti verið á leið aftur til Danmerkur.
Rúnar Alex gæti verið á leið aftur til Danmerkur. Getty Images

Markverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Hákon Rafn Valdimarsson eru á blaði hjá danska stórliðinu Bröndby. Félagið er í markmannsleit eftir að hafa selt Mads Hermansen til Leicester City í ensku B-deildinni.

Danska efstu deildarliðið Bröndby er í leit að markverði eftir að selja Hermansen til Englands. BT Sport greinir frá því að Bröndby hafi boðið í Lucas Lund, markvörð Viborg, en Lund sé ekki að fara neitt.

Hinn sænski Leopold Wahlstedt, markvörður Odd í Noregi, er einnig á listnaum en það eru sömuleiðis tveir íslenskir markverðir.

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá Arsenal í Englandi en hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Alanyaspor í Tyrklandi og OH Leuven í Belgíu á láni. Hinn 28 ára gamli Rúnar Alex þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa spilað með FC Nordsjælland frá 2015 til 2018.

Hinn 21 árs gamli Hákon Rafn spilar með toppliði Svíþjóðar, Elfsborg, um þessar mundir. Hvort hann sé tilbúinn að skipta á toppliði Svíþjóðar fyrir lið sem endaði í 5. sæti í Danmörku á síðustu leiktíð er alls óvíst.

Hákon Rafn hefur spilað vel með Elfsborg að undanförnu.Twitter@IFElfsborg1904



Fleiri fréttir

Sjá meira


×