Erlent

Fundu upp­töku af dauð­daganum en ekki líkið

Máni Snær Þorláksson skrifar
Mannsins hefur verið leitað við Mendenhall vatn í Alaska. Myndavélin með upptökunni fannst við vatnið.
Mannsins hefur verið leitað við Mendenhall vatn í Alaska. Myndavélin með upptökunni fannst við vatnið. AP/Becky Bohrer

Karlmaður frá Alaska að nafni Paul Rodriguez Jr. týndist þann 11. júlí síðastliðinn. Síðast sást til hans með kajak í grennd við Mendenhall vatn í Alaska. Rodriguez hefur verið leitað síðan en hann ekki fundist. Hins vegar fannst myndavél sem var í gangi þegar kajak hans hvolfdi.

Samkvæmt AP staðfesta yfirvöld á svæðinu í dag að hjálmur með GoPro myndavél hafi fundist. Myndavélin hafi verið í gangi þegar bát Rodriguez hvolfdi og upptaka sýni það. Það virðist vera gert ráð fyrir því að Rodriguez sé látinn þar sem talað er um að lík hans sé ekki ennþá fundið.

„Upptakan hélt áfram og sýndi að bát hans hvolfdi út af öflugum straumi sem kom frá jöklinum,“ segir Tim DeSpain, talsmaður ríkislögreglunnar í Alaska, í samtali við AP. DeSpain segir að hjálmur Rodriguez hafi fundist á ströndinni og að þeir hafi fengið hann til sín í gær.

Rætt er við son Rodriguez sem segir að faðir sinn hafi verið góður maður. Hann hafi verið mikið fyrir útiveru og til dæmis notið þess að veiða og vera á snjóbretti. Þá hafi hann einnig verið hæfileikaríkur ljósmyndari



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×