Birgitta ætlar aldrei aftur af landi brott: „Fólk þarf að fara að vakna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 06:45 Birgitta segir fáa vilja ræða þau vandamál sem massatúrismi hafi í för með sér. Giles Clarke/Getty Images) Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er hætt að fljúga og segir það vera sitt framlag í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Hún segir fáa vilja horfast í augu við að massatúrismi sé vandamál og segist ekki eiga eftir að sakna þess að fara til útlanda, íslensk náttúra komi þar til bjargar. „Ég tók ákvörðun um það í heimsfaraldrinum að hægja verulega á mínum utanlandsferðum,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segist síðast hafa farið á Glastonbury tónlistarhátíðina í fyrra en hafi nú fengið nóg. „Ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að fljúga tengist ástandinu á jörðinni. Ef maður horfir upp á það dag eftir dag að það er neyðarástand, á sama tíma og það hafa aldrei eins margar flugvélar verið á lofti, þá er þetta mín ákvörðun. Ef allir gera eitthvað, þá getum við kannski bjargað einhverju.“ Birgitta segir það hafa tekið á sig að fylgjast með nýlegum breytingum á veðurfari, sem tengist loftlagsbreytingum. Hamfarahlýnun í Evrópu nú og langt kuldaskeið á Íslandi í vetur sýni fram á að veðrakerfin séu þegar tekin að breytast vegna loftlagsáhrifa af völdum mannkyns. „Við upplifum þetta ekkert mikið hér, en þetta hefur þegar haft áhrif. Þegar svo er komið sé ég eiginlega lítinn tilgang í því að mótmæla. Það er ekki hlustað á mótmælendur fyrr en það er orðið of seint, þannig það eina sem ég get gert er að breyta minni hegðun.“ Fáir vilji ræða vandamálið við massatúrisma Birgitta segist vera stórtæk í sínum áætlunum. Skip mengi einnig gríðarlega mikið og því komi ekki til greina að ferðast með þeim. Hún segir í gríni að hún hafi stundum velt fyrir sér að ferðast á seglbát. Þá er hún hætt að kaupa sér föt og segist eiga nóg til af þeim. Muntu ekkert sakna þess að fara til útlanda? „Nei. Málið er að ég elska Ísland. Ég hef búið mjög víða erlendis og ferðast mikið vegna vinnu. Ég hef aldrei verið túristi, það er ekki beint mitt. Hér hef ég allt til alls og okkar stórbrotnu nátturu. En það vilja fáir tala um að stóra vandamálið sem við erum að glíma við í dag er massatúrismi. Þetta er svo yfirgengilegt allsstaðar, ekki bara hér á landi.“ Birgitta segir of margar þjóðir vera orðnar háðar stórtækri ferðamennsku. Um sé að ræða atvinnuveg sem grafi undan menningu hvers lands fyrir sig. „Þarna er um ákveðið menningarnám að ræða. Þú ferð niður í bæ og þar er allt lokað sem eitt sinn gerði Reykjavík skemmtilega. Hvar eru búllurnar okkar, kaffihúsin og tónlistarstaðirnir? Ég var einu sinni alltaf að skipuleggja viðburði en nú er enginn staður sem maður getur farið á og gert eitthvað ókeypis, því allir vilja þeir fá fólk. Grasrótin sem gerir okkur spes á mjög erfitt uppdráttar.“ Einstaklingar breyti heiminum Spurð hvort það sé á ábyrgð einstaklinga að berjast gegn hnattrænni hlýnun en ekki stærri aðila líkt og stórfyrirtækja segir Birgitta: „Það er á ábyrgð beggja. Þegar ég var unglingur hætti ég að borða kjöt. Það voru engar grænmetisætur til á þessum tíma. Amma og afi héldu að ég myndi deyja. Nú er þetta orðið eðlilegt. Fólk kenndi öðru fólki hvernig það gæti gert þetta. Einstaklingar breyta heiminum. Hvernig hefðu mál farið í Suður-Afríku ef Nelson Mandela hefði aldrei stigið upp?“ Einstaklingar geti vissulega ekki gert allt rétt en allt sem þeir geri, litlir hlutir, safnist upp. „En auðvitað bera stóru aðilarnir mesta ábyrgð. Eins og olíufyrirtækin sem hafa vitað af loftlagsbreytingum í áraraðir og gaslýst þá sem hafa varað við þessu. Ég veit að þetta er radikal, en nú eru þessar breytingar farnar að gerast miklu hraðar og fólk þarf að fara að vakna. Það mun enginn bjarga okkur nema við sjálf.“ Ferðamennska á Íslandi Veður Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
„Ég tók ákvörðun um það í heimsfaraldrinum að hægja verulega á mínum utanlandsferðum,“ segir Birgitta í samtali við Vísi. Hún segist síðast hafa farið á Glastonbury tónlistarhátíðina í fyrra en hafi nú fengið nóg. „Ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að fljúga tengist ástandinu á jörðinni. Ef maður horfir upp á það dag eftir dag að það er neyðarástand, á sama tíma og það hafa aldrei eins margar flugvélar verið á lofti, þá er þetta mín ákvörðun. Ef allir gera eitthvað, þá getum við kannski bjargað einhverju.“ Birgitta segir það hafa tekið á sig að fylgjast með nýlegum breytingum á veðurfari, sem tengist loftlagsbreytingum. Hamfarahlýnun í Evrópu nú og langt kuldaskeið á Íslandi í vetur sýni fram á að veðrakerfin séu þegar tekin að breytast vegna loftlagsáhrifa af völdum mannkyns. „Við upplifum þetta ekkert mikið hér, en þetta hefur þegar haft áhrif. Þegar svo er komið sé ég eiginlega lítinn tilgang í því að mótmæla. Það er ekki hlustað á mótmælendur fyrr en það er orðið of seint, þannig það eina sem ég get gert er að breyta minni hegðun.“ Fáir vilji ræða vandamálið við massatúrisma Birgitta segist vera stórtæk í sínum áætlunum. Skip mengi einnig gríðarlega mikið og því komi ekki til greina að ferðast með þeim. Hún segir í gríni að hún hafi stundum velt fyrir sér að ferðast á seglbát. Þá er hún hætt að kaupa sér föt og segist eiga nóg til af þeim. Muntu ekkert sakna þess að fara til útlanda? „Nei. Málið er að ég elska Ísland. Ég hef búið mjög víða erlendis og ferðast mikið vegna vinnu. Ég hef aldrei verið túristi, það er ekki beint mitt. Hér hef ég allt til alls og okkar stórbrotnu nátturu. En það vilja fáir tala um að stóra vandamálið sem við erum að glíma við í dag er massatúrismi. Þetta er svo yfirgengilegt allsstaðar, ekki bara hér á landi.“ Birgitta segir of margar þjóðir vera orðnar háðar stórtækri ferðamennsku. Um sé að ræða atvinnuveg sem grafi undan menningu hvers lands fyrir sig. „Þarna er um ákveðið menningarnám að ræða. Þú ferð niður í bæ og þar er allt lokað sem eitt sinn gerði Reykjavík skemmtilega. Hvar eru búllurnar okkar, kaffihúsin og tónlistarstaðirnir? Ég var einu sinni alltaf að skipuleggja viðburði en nú er enginn staður sem maður getur farið á og gert eitthvað ókeypis, því allir vilja þeir fá fólk. Grasrótin sem gerir okkur spes á mjög erfitt uppdráttar.“ Einstaklingar breyti heiminum Spurð hvort það sé á ábyrgð einstaklinga að berjast gegn hnattrænni hlýnun en ekki stærri aðila líkt og stórfyrirtækja segir Birgitta: „Það er á ábyrgð beggja. Þegar ég var unglingur hætti ég að borða kjöt. Það voru engar grænmetisætur til á þessum tíma. Amma og afi héldu að ég myndi deyja. Nú er þetta orðið eðlilegt. Fólk kenndi öðru fólki hvernig það gæti gert þetta. Einstaklingar breyta heiminum. Hvernig hefðu mál farið í Suður-Afríku ef Nelson Mandela hefði aldrei stigið upp?“ Einstaklingar geti vissulega ekki gert allt rétt en allt sem þeir geri, litlir hlutir, safnist upp. „En auðvitað bera stóru aðilarnir mesta ábyrgð. Eins og olíufyrirtækin sem hafa vitað af loftlagsbreytingum í áraraðir og gaslýst þá sem hafa varað við þessu. Ég veit að þetta er radikal, en nú eru þessar breytingar farnar að gerast miklu hraðar og fólk þarf að fara að vakna. Það mun enginn bjarga okkur nema við sjálf.“
Ferðamennska á Íslandi Veður Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira