Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 13:11 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð að gosinu áður en svæðið var lokað fyrir almenningi. Vísir/Vilhelm Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Dvöl eða umferð almennings er bönnuð á skilgreindu hættusvæði sem sjá má yfirstrikað á meðfylgjandi korti. Kortið sýnir auk þess gönguleiðir að útsýnisstöðum en lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu. Fólki er bent á að ganga að Hraunssels-Vatnsfelli, suðaustan við Litla-Hrút en er ekki heimilað að ganga lengra eða fara nær gosinu. Nýja kortið sýnir gönguleiðir og skilgreind hættusvæði sem almenningi er óheimilt að fara inn á. Lögreglan Lögregla með auknar valdheimildir í ljósi hættustigs Hættustig almannavarna er áfram í gildi vegna eldgossins við Litla-Hrút en við slíkar aðstæður virkjast valdheimildir sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir. Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar því er aflýst. „Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessu er öllum skylt að hlíta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt væri að því að slökkva seinustu kafla gróðureldanna í dag. Mikil skaðleg mengun hefur komið frá þurrum mosa síðustu daga sem hefur logað glatt eftir að hann komst í snertingu við eldheitt hraunið frá eldgosinu. Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Göngukort_og_hættusvæðiPDF4.1MBSækja skjal Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Dvöl eða umferð almennings er bönnuð á skilgreindu hættusvæði sem sjá má yfirstrikað á meðfylgjandi korti. Kortið sýnir auk þess gönguleiðir að útsýnisstöðum en lögregla, landverðir og björgunarsveitir verða á svæðinu. Fólki er bent á að ganga að Hraunssels-Vatnsfelli, suðaustan við Litla-Hrút en er ekki heimilað að ganga lengra eða fara nær gosinu. Nýja kortið sýnir gönguleiðir og skilgreind hættusvæði sem almenningi er óheimilt að fara inn á. Lögreglan Lögregla með auknar valdheimildir í ljósi hættustigs Hættustig almannavarna er áfram í gildi vegna eldgossins við Litla-Hrút en við slíkar aðstæður virkjast valdheimildir sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir. Hættustund hefst þegar hættustigi eða neyðarstigi almannavarna er lýst yfir og lýkur þegar því er aflýst. „Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Fyrirmælum þessu er öllum skylt að hlíta,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að stefnt væri að því að slökkva seinustu kafla gróðureldanna í dag. Mikil skaðleg mengun hefur komið frá þurrum mosa síðustu daga sem hefur logað glatt eftir að hann komst í snertingu við eldheitt hraunið frá eldgosinu. Fylgjast má með stöðu eldgossins í vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl Göngukort_og_hættusvæðiPDF4.1MBSækja skjal
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Tengdar fréttir Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59 Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. 17. júlí 2023 11:59
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16. júlí 2023 09:40