Fótbolti

Jankto fyrsti opin­ber­lega sam­kyn­hneigði leik­maðurinn í topp fimm deild í Evrópu

Siggeir Ævarsson skrifar
Jankto hefur leikið 45 landsleiki fyrir Tékkland og skorað í þeim fjögur mörk
Jankto hefur leikið 45 landsleiki fyrir Tékkland og skorað í þeim fjögur mörk

Tékkneski landsliðsmaðurinn Jakub Jankto er genginn til liðs við Cagliari sem leikur í Seríu A á Ítalíu. Jankto brýtur þar með blað í sögunni en hann er fyrsti opinberlega samkynhneigði leikmaðurinn til að spila í topp fimm deild í Evrópu.

Jankto kom út úr skápnum í febrúar, og varð þá fyrsti spilandi landsliðsmaðurinn til að gera það. Hann greindi frá tíðindunum á Twitter þar sem hann sagði vilja lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður: „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“

Tilkynning Jankto vakti að vonum mikla athygli og kallaði fram jákvæð viðbrögð og stuðning, bæði frá öðrum leikmönnum sem og knattspyrnuliðum, en meðal þeirra sem sýndu stuðning í verki var AC Milan.

Jankto, sem er 27 ára, þekkir ágætlega til á Ítalíu, en hann hefur leikið með Sampdoria, Udinese og Ascoli. Hann kemur til Cagliari frá Sparta Prag í heimalandi sínu Tékklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×