Fótbolti

Sif og Söndru þakkað fyrir á Laugar­dals­vellinum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir og Sif Atladóttir voru heiðraðir fyrir einkar vel unnin störf með íslenska kvennalandsliðinu. 
Sandra Sigurðardóttir og Sif Atladóttir voru heiðraðir fyrir einkar vel unnin störf með íslenska kvennalandsliðinu.  Vísir/Aston

Tvær öflugar knattspyrnukonur sem hafa gefið íslenska kvennafótboltanum mikið í gegnum árin verða heiðraðar í kvöld.

Á landsleik Íslands og Finnlands, sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld, verður Sif Atladóttur og Söndru Sigurðardóttur þakkað fyrir þeirra framlag til íslenska landsliðsins í gegnum árin. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Leikur Íslands og Finnlands hefst klukkan 18.00 og verður fylgst með gangi mála hér inn á Vísi.

Sif og Sandra hafa báðar lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa verið partur af landsliðinu í fjölda ára. Báðar voru þær mjög lengi lykilleikmenn í varnarleik íslenska liðsins.

Sandra og Sif rölta hér inn á Laugardalsvöllinn ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ. Vísir/Anton

Sif spilaði sinn fyrsta leik árið 2007 og þann síðasta á EM á Englandi í fyrra. Sif spilaði samtals 90 leiki og hefur hún tekið þátt í öllum stórmótum sem liðið hefur farið á sem eru fjögur talsins.

Sandra spilaði sinn fyrsta leik árið 2005 og þann síðasta í febrúar á þessu ári. Samtals spilaði Sandra 49 leiki og hefur, eins og Sif, tekið þátt í öllum stórmótum sem liðið hefur farið á.

Knattspyrnusamband Íslands notaði tækifærið go þakkaði Sif og Söndru kærlega fyrir þeirra framlag til Íslenska landsliðsins í gegnum árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×