PSG opnar dyrnar að nýju og glæsilegu æfingasvæði Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 14:30 Höfuðstöðvarnar eru í 25 mínútna akstursfjarlægð frá heimavellinum Parc des Princes. Vísir/Getty Leikmenn PSG mættu á sína fyrstu æfingu á nýju og glæsilegu æfingasvæði á mánudag. Þar er að finna sautján fótboltavelli og svæðið kostaði 300 milljón evrur að byggja. Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi. Franski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Katarskir eigendur franska félagsins PSG hafa ekki verið feimnir að eyða peningum síðan þeir keyptu félagið árið 2011. Alls hefur félagið eytt 1,4 milljarði evra í leikmannakaup og þá eru laun leikmanna ekki með í þeirri tölu. Eigendurnir eru hins vegar tilbúnir til að eyða í meira heldur en bara leikmenn. Á mánudag fór fyrsta æfing liðsins á nýju æfingasvæði fram og er óhætt að segja að það sé glæsilegt. Discovering the PSG Campus with @nunomendes_25 and @NordiMukiele! Full video: https://t.co/rUjzBoVPg3 pic.twitter.com/1FG9cjRt2r— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 13, 2023 Svæðið er staðsett í hæðum við ánna Signu og þangað er 25 mínútna akstur frá heimavellinum Parc des Princes. Svæðið nær yfir 74 hektara og þar eru hvorki fleiri né færri en 17 fótboltavellir. Lið PSG í öllum íþróttum munu nýta sér æfingasvæðið og verður þetta í fyrsta sinn sem bæði knattspyrnulið félagsins, akademían, handboltaliðið og júdódeildin verður undir sama þaki. Þeir leikmenn PSG sem eru komnir úr sumarfríi hófu æfingar á mánudag en Kylian Mbappe og fleiri stjörnur mæta í fyrsta skipti á þriðjudag. Kvennaliðið hefur æfingar á svæðinu á næsta ári. Luis Enriqe fyrsti næturgesturinn Á æfingasvæðinu er allt til alls. Í næstu viku byrjar liðið að nota þrjá æfingavelli auk sérstakra markmanns- og æfingasvæða. Grasið á völlunum er svokallað hybrid-gras, blanda af náttúrulegu- og gervigrasi sem er eins og á heimavellinum Parc des Prinses. Á einum æfingavellinum er stúka fyrir 500 áhorfendur. Við hlið sjálfs æfingasvæðisins er síðan 10.000 fermetra bygging með glæsilegu útsýni yfir æfingavellina og sveitina í kring. Þar má finna fjórar sundlaugar, fyrsta flokks líkamsrækt, veitingastað, búningsklefa, sjúkraherbergi og myndbands- og greiningaraðstöðu. Behind the scenes with @LucasHernandez and @manuugarte8 at Campus PSG! pic.twitter.com/2RDeF5sWQ7— Paris Saint-Germain (@PSG_English) July 10, 2023 Þar eru einnig 43 svefnherbergi þar sem leikmenn og annað starfsfólk getur gist, meðal annars daginn fyrir og eftir leik. „Ég held ég sé sá fyrsti til þess að sofa hérna,“ sagði Luis Enrique sem nýverið tók við sem knattspyrnustjóri PSG. „Æfingasvæðið er stórkostlegt. Þægilegt en ekki of íburðarmikið. Þú þarft að leggja á þig til að vinna leiki en aðstæðurnar hér eru frábærar.“ Þá er ótalið svæði akademíunnar, kvennaliðsins og aðrar byggingar. Akademían fær 16.500 fermetra byggingu fyrir sig þar sem meðal annars eru 15 skólastofur og aðstaða fyrir 140 unga leikmenn á aldrinum 13-19 ára, meðal annars 131 svefnherbergi.
Franski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira