Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2023 10:01 Hressir strákar sem spiluðu á N1-mótinu um síðustu helgi. Skjáskot N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. „Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina. Sumarmótin Akureyri Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
„Þetta eru 2000 drengir sem taka hér þátt, 202 lið, frá 50 félögum og hér verða leiknir 911 fótboltaleikir. Algjörlega geggjað mót framundan,“ sagði Stefán Árni en KA heldur mótið. Mörgþúsund foreldrar fylgja keppendum norður til að fylgjast með knattspyrnuhetjum framtíðarinnar. Fyrir drengina sem taka þátt er hvert annað stórmót í fótbolta. Eins og alltaf vanda forráðamenn KA til verka á N1-mótinu. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: N1-mótið 2023 „Við erum gríðarlega stoltir af þessu, hvernig þetta hefur vaxið og dafnað. Þetta er búið að vera í þessari stærð undanfarin 4-5 ár. Fram að því stækkaði þetta með hverju árinu. Við erum í hámarkinu þessi árin sem er bara frábært, það eru alltaf fleiri og fleiri sem spila fótbolta. Þetta er heimsmeistarakeppni krakkana og við erum gríðarlega stoltir að fá að halda þetta ,“ sagði Siguróli Sigurðsson íþróttafulltrúi KA og mótsstjóri N1-mótsins. „Maður getur ekki alltaf unnið“ Það er spenna á mörgum vígstöðvum á mótinu og keppendur leggja sig alla fram. Stefán Árni hitti hressa Stjörnumenn að máli eftir góðan sigur á Víkingum. Þeir höfðu ekki náð sæti í 8-liða úrslitum en voru samt sem áður sáttir. „Maður getur ekki alltaf unnið,“ sögðu þeir en eitt markanna í leiknum var glæsilegt, skot af löngu færi sem söng í netinu. „Ég var kominn yfir miðju, hélt að þetta var gott skotfæri og ég bara tók það,“ sagði markaskorarinn. „Skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var mættur til Akureyrar til að fylgja syni sínum eftir sem leikur með Álftanesi. Hann hefur verið duglegur að mæta á knattspyrnumót í gegnum tíðina. „Það er mjög skemmtilegt, flott mót í alla staði. Mín er ánægjan að fá að vera hér með foreldrum, forráðamönnum og auðvitað strákunum sjálfum.“ Hann sagði alltaf jafn gaman að koma á þessu mót og það skemmtilegasta væri að sjá gleðina sem ríkti. „Það kemur fyrir að kappið fer fegurðina ofurliði. Þetta eru strákar sem vilja leggja sig fram og það er alltaf skemmtilegra að vinna en tapa. Þeir læra líka um leið að það skiptast á skin og skúrir. Mér finnst fara batnandi mjög framferði foreldra og forráðamanna. Það er það versta sem maður sér þegar fullorðið fólk hagar sér eins og kjánar. Þetta fer batnandi og ég skora á alla foreldra að leyfa krökkunum að njóta leiksins.“ Það var lið Stjörnunnar sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu, vann 2-0 sigur á liði Breiðabliks í úrslitaleik. Alls var keppt í 13 deildum á mótinu á Akureyri og því fjölmargir sigurvegarar sem gátu farið glaðir heim að loknu móti. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport. Næsti þáttur fjallar um Símamótið sem fram fer í Kópavogi nú um helgina.
Sumarmótin Akureyri Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira