Kassabílar við vígslu nýrrar brúar yfir Stóru-Laxá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júlí 2023 20:31 Félagarnir Hrafnkell Máni og Snorri á kassabílnum, sem þeir smíðuðu sjálfir. Snorri tekur hér á móti árnaðaróskum í símanum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og kassabílar voru í aðalhlutverki í dag þegar ný tvíbreið brú var formlega opnuð yfir Stóru – Laxá, sem liggur á mörkum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps. Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Umferð yfir nýju brúna var opnuð 25. júní þó brúin hafi ekki verið formlega opnuð fyrr en í dag. Nýja brúin kemur í stað einbreiðrar 120 metra langrar brúar frá árinu 1985, sem er þó enn á sínum stað og verður meðal annars notuð fyrir umferð reiðhjólafólks og hestamanna. Innviðaráðherra, forstjóri Vegagerðarinnar og oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps sáu um að klippa á borðann á brúnni. Sigurður Ingi, innviðaráðherra er að sjálfsögðu kampakátur með daginn og vígsluna því hann býr í næsta nágrenni við brúna. „Þetta erstórglæsilegt mannvirki og mikilvægt og það er gríðarleg umferð yfir þessa brú eða níu sinnum meiri umferð en það viðmið, sem við notum við einbreiðar brýr þó hún sé ekki á hringveginum og þess vegna mikilvægur áfangi í öryggismálum hvað varðar fækkun einbreiðra brúa,“ segir Sigurður Ingi og bætir við. „Við ætlum að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum í næstu samgönguáætlun á 15 árum en við höfum fækkað þeim umtalsvert á síðustu árum“. Hvað eru þær margar í dag? „Þær eru 29 á hringveginum en í vegakerfinu okkar eru þær yfir 600,“ segir Sigurður Ingi. Það kom í hlut innviðaráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar og oddvita Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að klippa á borðann á nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir formlegu opnunina fengu oddvitarnir það hlutverk að ýta krökkum á kassabílum yfir brúnna og þar með var hún formlega opnuð. „Það gekk bara mjög vel, við vorum í fyrsta sæti á besta tímanum, þannig að Skeiða og Gnúpverjahreppur vann,“ segja félagarnir Hrafnkell Máni Sigfússon 13 ára úr Skeiða og Gnúpverjahreppi og Snorri Ingvarsson 12 ára úr sama sveitarfélagi, sem voru í öðrum kassabílnum en þeir smíðuðu hann úr barnakerru. Ístak sá um smíði nýju brúarinnar og var kostnaður við verkið um 790 milljónir króna. Fjölmenni mætti við vígsluathöfnina í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Vegagerð Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira