Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2023 19:20 Forseti Finnlands var gestgjafi fundar hans og forsætisráðherra Norðurlandanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta í Helsinki í dag. AP/Susan Walsh Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu. Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér: NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér:
NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29