Þjálfari Sirius notaði áhugaverða aðferð til að koma skilaboðum til Óla Vals Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júlí 2023 10:30 Óli Valur gekk til liðs við Sirius í fyrra og skrifaði undir samning til ársins 2027. Twittersíða IK Sirius Óli Valur Ómarsson leikur með Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þjálfari liðsins nýtti sér nokkuð frumlega aðferð til að koma skilaboðum inn á völlinn til Óla Vals í síðasta leik. Óli Valur gekk til liðs við Sirius frá Stjörnunni í júlí í fyrra. Hann er aðeins tvítugur að aldri og heillaði með frammistöðu sinni í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Óli Valur hefur verið frá vegna meiðsla á tímabilinu til þessa og lék sinn fyrsta leik fyrir Sirius á sunnudag þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Hammarby. Hann kom af bekknum á 70. mínútu og skömmu síðar þurftu þjálfarar Sirius að koma skilaboðum áleiðis til Óla Vals þegar Hammarby fékk hornspyrnu. Á myndbandi sem deilt var af Discovery+ á Twitter sjást þjálfarar Sirius ræða saman og mundar annar þeirra skilti sem notað er til að sýna númer leikmanna þegar gerðar eru skiptingar. Annar þjálfarinn breytir síðan númerinu á skiltinu og byrjar að kalla inn á völlinn til Óla Vals. Siriusbänken jobbar markeringstavla vid defensiva fasta situationer pic.twitter.com/BUf6URnDdF— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 9, 2023 Á skiltinu voru númerin 12, sem Óli Valur er með á bakinu, og svo númerið 33 sem var númerið á þeim leikmanni sem þjálfararnir vildu að Óli Valur myndi dekka í horninu Ansi frumleg aðferð til að koma skilaboðum áleiðis en þjálfararnir höfðu tekið eftir að misskilningur varð í dekkingu varnarmanna Sirius. Sirius situr í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar deildin er tæplega hálfnuð. Aron Bjarnason hefur leikið með liðinu síðan árið 2021. Sænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Óli Valur gekk til liðs við Sirius frá Stjörnunni í júlí í fyrra. Hann er aðeins tvítugur að aldri og heillaði með frammistöðu sinni í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Óli Valur hefur verið frá vegna meiðsla á tímabilinu til þessa og lék sinn fyrsta leik fyrir Sirius á sunnudag þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi gegn Hammarby. Hann kom af bekknum á 70. mínútu og skömmu síðar þurftu þjálfarar Sirius að koma skilaboðum áleiðis til Óla Vals þegar Hammarby fékk hornspyrnu. Á myndbandi sem deilt var af Discovery+ á Twitter sjást þjálfarar Sirius ræða saman og mundar annar þeirra skilti sem notað er til að sýna númer leikmanna þegar gerðar eru skiptingar. Annar þjálfarinn breytir síðan númerinu á skiltinu og byrjar að kalla inn á völlinn til Óla Vals. Siriusbänken jobbar markeringstavla vid defensiva fasta situationer pic.twitter.com/BUf6URnDdF— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 9, 2023 Á skiltinu voru númerin 12, sem Óli Valur er með á bakinu, og svo númerið 33 sem var númerið á þeim leikmanni sem þjálfararnir vildu að Óli Valur myndi dekka í horninu Ansi frumleg aðferð til að koma skilaboðum áleiðis en þjálfararnir höfðu tekið eftir að misskilningur varð í dekkingu varnarmanna Sirius. Sirius situr í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar deildin er tæplega hálfnuð. Aron Bjarnason hefur leikið með liðinu síðan árið 2021.
Sænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira