Einungis á eftir að ganga frá formsatriðum varðandi félagaskipti Timber til Arsenal en forráðamenn liðsins vonast til þess að Hollendingurinn geti leikið með liðinu í æfingaleik gegn þýska liðinu Nürnberg á fimmtudaginn kemur.
Arsenal er einnig að ganga frá kaupum á enska landsliðsmiðjumanninum Declan Rice en félagið þarf að punga út 105 milljónum punda fyrir kauða sem gerir hann að dýrasta leikmanni sögunnnar hjá Skyttunum.
Þá verður Rice næst dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á eftir kaupum Chelsesa á Enzo Fernandez frá Benfica í janúar síðastliðnum.
Vonir standa til að bæði Timber og Rice fari með Arsenal til Bandaríkjanna í æfingaferð en liðið heldur vestur um haf á sunnudaginn næsta.