Skoða hvernig flugvélarflakið verður flutt af vettvangi Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júlí 2023 20:24 Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa stýrir rannsókninni á flugslysinu á Austurlandi í gær. Vísir/Sigurjón Þrír fórust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Boð úr neyðarsendi flugvélarinnar barst Landhelgisgæslunni eina mínútu yfir fimm í gær og var gerð tilraun til að ná sambandi við flugvélina með öllum leiðum. Þegar engin svör bárust fór umfangsmikil leit af stað og flugvélin fannst tveimur tímum síðar með aðstoð farþegaflugvélar Icelandair sem var á leið til Egilsstaða auk ferðaþjónustuþyrlu og fisflugvélar. Við komu þyrlu gæslunnar á vettvang var ljóst að flugmaður auk tveggja farþega voru látnir. Boðað hefur verið til minningarstundar í Egilsstaðakirkju á morgun klukkan sex þar sem kveikt verður á kertum og boðið verður upp á sálrænan stuðning. Lögreglan á Austurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn. „Ég vil byrja á að votta aðstandendum samúð fyrir þeirra missi, “ segir Þorkell Ágústsson, stjórnandi rannsóknarinnar á vegum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann fór á vettvang í gærkvöldi og í nótt ásamt öðrum viðbragðsaðilum til að framkvæma vettvangsrannsókn. „Flugvélin brotlendir þarna í grýttum jarðvegi uppi á hálendi og við erum að afla gagna tengdu þessu flugi og flugvélinni,“ segir Þorkell. Ekki sé hægt að segja til um tildrög slyssins að svo stöddu og ekki sé ljóst á hvaða leið flugvélin var. „Það er ekkert staðfest enn þá og það er það sem við erum að vinna að núna í framhaldi af vettvangsrannsókninni þá fer af stað frumrannsókn og þá kemur það fram,“ segir Þorkell. Verið sé að skoða með hvaða hætti flugvélin verður flutt af vettvangi. „Hún verður færð til í okkar rannsóknarskýli og þar höldum við áfram rannsókn,“ segir Þorkell að lokum. Flugslys við Sauðahnjúka Landhelgisgæslan Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Tengdar fréttir Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Þegar engin svör bárust fór umfangsmikil leit af stað og flugvélin fannst tveimur tímum síðar með aðstoð farþegaflugvélar Icelandair sem var á leið til Egilsstaða auk ferðaþjónustuþyrlu og fisflugvélar. Við komu þyrlu gæslunnar á vettvang var ljóst að flugmaður auk tveggja farþega voru látnir. Boðað hefur verið til minningarstundar í Egilsstaðakirkju á morgun klukkan sex þar sem kveikt verður á kertum og boðið verður upp á sálrænan stuðning. Lögreglan á Austurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn. „Ég vil byrja á að votta aðstandendum samúð fyrir þeirra missi, “ segir Þorkell Ágústsson, stjórnandi rannsóknarinnar á vegum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann fór á vettvang í gærkvöldi og í nótt ásamt öðrum viðbragðsaðilum til að framkvæma vettvangsrannsókn. „Flugvélin brotlendir þarna í grýttum jarðvegi uppi á hálendi og við erum að afla gagna tengdu þessu flugi og flugvélinni,“ segir Þorkell. Ekki sé hægt að segja til um tildrög slyssins að svo stöddu og ekki sé ljóst á hvaða leið flugvélin var. „Það er ekkert staðfest enn þá og það er það sem við erum að vinna að núna í framhaldi af vettvangsrannsókninni þá fer af stað frumrannsókn og þá kemur það fram,“ segir Þorkell. Verið sé að skoða með hvaða hætti flugvélin verður flutt af vettvangi. „Hún verður færð til í okkar rannsóknarskýli og þar höldum við áfram rannsókn,“ segir Þorkell að lokum.
Flugslys við Sauðahnjúka Landhelgisgæslan Samgönguslys Fréttir af flugi Múlaþing Tengdar fréttir Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50 Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55 Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Minningarstund í Egilsstaðarkirkju vegna flugslyssins Minningarstund vegna flugslyssins við Sauðahnjúka í gær verður haldin í Egilsstaðakirkju á morgun. 10. júlí 2023 13:50
Farþegaflugvél, ferðaþjónustuþyrla og fisflugvél aðstoðuðu við leit Þrír létust þegar flugvél brotlenti við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða á Austurlandi síðdegis í gær. Aðgerðarstjóri Landhelgisgæslunnar segir farþegaflugvél Icelandair og ferðaþjónustuþyrlu, auk fisflugvélar hafa aðstoðað við að staðsetja flugvélaflakið. Minningarstund verður í Egilsstaðakirkju á morgun vegna slyssins. 10. júlí 2023 11:55
Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. 9. júlí 2023 21:55