Þrír létust í flugslysinu á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 21:55 Flugmaður og tveir farþegar sem voru um borð í flugvél sem leitað var að á Austurlandi fyrr í kvöld eru látnir. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu en flugvélin fannst klukkan 19:01 við Sauðahnjúka milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Þrír voru um borð og voru allir úrskurðaðir látnir á vettvangi. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að embættið fari með rannsókn málsins ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Rannsókn er sögð á frumstigi og veitir lögregla ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. Boð barst Landhelgisgæslu frá neyðarsendi um borð í fjögurra sæta Cessna 172 flugvél nálægt Breiðdalsheiði klukkan 17:01. Ekki náðist samband við vélina og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Leitað var bæði úr lofti og af landi. Áhöfn Icelandair sá vélina Náði leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt og byggði á neyðarboðinu og vitnisburði sjónarvotta sem töldu sig hafa séð til vélarinnar. Lögreglan á Austurlandi tók einnig þátt í aðgerðum og var þeim stýrt af Landhelgisgæslunni úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Það var áhöfn flugvélar Icelandair á leið til Egilsstaða sem kom auga á flugvélina, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Áhöfn ferðaþjónustuþyrlu frá Möðrudal sem tók þátt í aðgerðum staðfesti svo fundinn og staðsetningu. Að lokum kom þyrla Landhelgisgæslunnar á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki.
Flugslys við Sauðahnjúka Samgönguslys Lögreglumál Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59 Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Flugvélin fundin Flugvélin sem leitað hefur verið að frá því fyrr í kvöld fannst nú á áttunda tímanum. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, auk flugmanns. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ekki hægt að upplýsa um afrif þeirra á þessari stundu. 9. júlí 2023 19:59
Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. 9. júlí 2023 18:05