Innlent

Settur forstjóri glímir við þrjú um stöðuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Árnason, forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun, var settur forstjóri 1. september í fyrra.
Ólafur Árnason, forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun, var settur forstjóri 1. september í fyrra. Skipulagsstofnun

Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Skipulagsstofnunar. Þriggja manna hæfisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir lét af störfum sem forstjóri í lok ágúst í fyrra eftir að hafa gegnt henni í níu ár. Hún sneri sér að kennslu og rannsóknum í doktorsnámi við Háskóla Íslands.

Ólafur Árnason var settur í embætti forstjóra við brotthvarf Ásdísar en hann hafði þá verið staðgengill forstjóra meðframt hlutverki sínu sem forstöðumaður nýsköpunar og þróunar.

Umsækjendur eru í stafrófsröð.

  • Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar
  • Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfulltrúi
  • Sigurbjörn Adam Baldvinsson, framkvæmdastjóri

Þriggja manna hæfnisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir. Hæfnisnefndin mun skila niðurstöðum í álitsgerð til ráðherra.


Tengdar fréttir

Al­­menningur getur nú vaktað skipu­lags­­mál í nær­um­hverfi sínu

Skipulagsgáttin er ný gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og leyfisveitingar. Gögn sem áður reyndust almenningi og hagsmunaaðilum flókið að nálgast má nú finna á einum stað. Forstjóri Skipulagsstofnunar segir gáttina byltingu í aðgengi að skipulagsmálum og umhverfismati.

Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“

Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. 

Ólafur settur for­stjóri Skipu­lags­stofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur sett Ólaf Árnason, forstöðumann nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun, í embætti forstjóra stofnunarinnar frá 1. september til 31. desember 2022.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×