Forsetinn endurkjörinn með 87 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 10. júlí 2023 14:41 Shavkat Mirziyoyev hefur gegnt embætti forseta Úsbekistans frá árinu 2016. AP Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil. Boðað var skyndilega til kosninga í landinu eftir að breytingar á stjórnarskránni voru samþykktar á dögunum. Hinn 65 ára Mirziyoyev mun því að óbreyttu sitja á forsetastóli til ársins 2030. Fjórir voru í framboði í kosningunum, Mirziyoyev og þrír fremur óþekktir frambjóðendur. Kosningaeftirlitsmenn á vegum ÖSE hafa bent á að þetta sé augljóslega ein birtingarmynd mjög veikrar stjórnarandstöðu í landinu. Mirziyoyev er menntaður verkfræðingur og hefur lýst sjálfum sér sem umbótasinna sem vinni að því að skapa „Nýtt Úsbekistan“. Í kosningabaráttunni lagði hann mesta áherslu á efnahags- og menntamál, auk þess að hann sagðist vilja vinna að fjölgun ferðamanna til landsins og aukningar erlendrar fjárfestingar. Mirziyoyev boðaði til kosninganna í kjölfar nýsamþykktra stjórnarskrárbreytinga sem tryggja að forseti geti setið tvö kjörtímabil. Hann gæti því í raun nú gegnt embætti forseta til ársins 2037. Frjáls félagasamtök segja að staða mannréttindamála hafi batnað nokkuð í Úsbekistan í stjórnartíð Mirziyoyev, samanborið við í stjórnartíð forverans, Islam Karimovs. Mirziyoyev gegndi á sínum tíma embætti forsætisráðherra í stjórnartíð Karimovs, en hefur eftir að hann tók við forsetaembættinu ógilt einhver þau kúgunarlög sem komið var á í stjórnartíð Karimovs. Úsbekistan Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Boðað var skyndilega til kosninga í landinu eftir að breytingar á stjórnarskránni voru samþykktar á dögunum. Hinn 65 ára Mirziyoyev mun því að óbreyttu sitja á forsetastóli til ársins 2030. Fjórir voru í framboði í kosningunum, Mirziyoyev og þrír fremur óþekktir frambjóðendur. Kosningaeftirlitsmenn á vegum ÖSE hafa bent á að þetta sé augljóslega ein birtingarmynd mjög veikrar stjórnarandstöðu í landinu. Mirziyoyev er menntaður verkfræðingur og hefur lýst sjálfum sér sem umbótasinna sem vinni að því að skapa „Nýtt Úsbekistan“. Í kosningabaráttunni lagði hann mesta áherslu á efnahags- og menntamál, auk þess að hann sagðist vilja vinna að fjölgun ferðamanna til landsins og aukningar erlendrar fjárfestingar. Mirziyoyev boðaði til kosninganna í kjölfar nýsamþykktra stjórnarskrárbreytinga sem tryggja að forseti geti setið tvö kjörtímabil. Hann gæti því í raun nú gegnt embætti forseta til ársins 2037. Frjáls félagasamtök segja að staða mannréttindamála hafi batnað nokkuð í Úsbekistan í stjórnartíð Mirziyoyev, samanborið við í stjórnartíð forverans, Islam Karimovs. Mirziyoyev gegndi á sínum tíma embætti forsætisráðherra í stjórnartíð Karimovs, en hefur eftir að hann tók við forsetaembættinu ógilt einhver þau kúgunarlög sem komið var á í stjórnartíð Karimovs.
Úsbekistan Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira