„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 13:19 Sprungan var líklega um tuttugu sentímetra breið þar sem mest var að sögn Jóns Atla. Jón Atli Magnússon Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. „Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
„Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira