„Jörðin opnast beint fyrir framan okkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. júlí 2023 13:19 Sprungan var líklega um tuttugu sentímetra breið þar sem mest var að sögn Jóns Atla. Jón Atli Magnússon Hjón úr Hafnarfirði urðu vitni að því hvar jörðin opnaðist fyrir framan þau þar sem þau voru stödd við nálægt skjálftaupptökum við Keili í gærkvöldi þegar að stærsti skjálfti hrinunnar til þessa reið yfir. „Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Þetta var töluvert meira en maður eiginlega ímyndaði sér að maður gæti fundið,“ segir Jón Atli Magnússon í samtali við Vísi. Hann og eiginkona hans Ilmur Dögg Níelsdóttir voru á breyttum jeppa og voru á akstri austan við Keili þegar skjálftinn, sem var 5,2 að stærð, reið yfir. Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hjónin. „Við vorum rúmlega kílómetra frá upptökunum að keyra þegar þetta ríður yfir, bíllinn hentist upp í loft og jörðin opnast beint fyrir framan okkur. Við sjáum sprunguna opnast nokkra metra frá bílnum og gríðarlegt ryk úti um allt,“ segir Jón Atli. Hann segist telja að sprungan hafi verið rúmlega tuttugu sentímetrar að breidd þar sem mest var. Þau hjón urðu vitni að gríðarlegu grjóthruni í Keilu og í Grænudyngju og sáu hvar einn grjóthnullungur hrundi úr dyngjunni, yfir veginn og út í nærliggjandi mosa. Það söng í fjöllunum og stórir grjóthnullungar ferðuðust víða.Jón Atli Magnússon „Það söng í öllum fjöllum og grjóthrunið var töluvert. Það er klárt að það er tilefni til þess að vera við grjóthruni þarna,“ segir Jón Atli sem bætir því við að þetta hafi verið ótrúleg upplifun, en þrátt fyrir það hafi þau hjón ekki orðið smeyk. „Þetta reið hraðar og harðar yfir á skemmri tíma af því að við vorum svo nálægt upptökunum. Við héldum bara ró okkar á meðan þessu stóð.“ Um enga smávegis sprungu var að ræða.Jón Atli Magnússon
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira