Stærsti skjálftinn til þessa Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. júlí 2023 22:24 Áfram skelfur jörð á Reykjanesi. Skjálftinn sem varð klukkan 22:23 í kvöld er líklega sá stærsti í skjálftahrinunni, sá fyrsti sem er yfir fimm að stærð. Vísir/vilhelm Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33