Þrír prestar sakaðir um að nauðga konu reglulega í rúmlega þrjátíu ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Árið 2018 hóf spænska dagblaðið El País að rannsaka kynferðislegt níð kirkjunnar manna eftir að kirkjuþing neitaði að hefja eigin innri rannsókn í kjölfar frétta af umfangsmiklu kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar víða um heim. Fullyrt var að spænska kirkjan væri undantekning og flekklaus. Fram til dagsins í dag hefur El País opinberað ásakanir á hendur 1.020 kirkjunnar mönnum sem sakaðir eru um að hafa beitt 2.151 einstakling kynferðislegu ofbeldi frá miðbiki síðustu aldar til dagsins í dag. Getty Images Kona á sextugsaldri á spænsku eyjunni Mallorca hefur sakað þrjá presta um að hafa nauðgað sér reglulega í meira en 30 ár. Faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi frá barnæsku. Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Einn prestanna býr enn á Mallorca en hinir tveir eru fluttir upp á fastalandið. Konan hefur kært guðsmennina og segir þá hafa nýtt sér andleg veikindi hennar, en faðir hennar beitti hana kynferðislegu ofbeldi lungann úr æsku hennar. Ofbeldið hófst þegar hún var 15 ára Hún segir að einn prestanna hafi byrjað að níðast á sér árið 1985, þegar hún var 15 ára eftir að hún trúði honum fyrir því að pabbi hennar nauðgaði henni reglulega. Og í stað þess að hjálpa henni, sagði hún fyrir dómi, þá hóf hann að gera nákvæmlega það sama og faðir hennar gerði. Þessi prestur, af trúarreglu jesúíta, flutti upp á fastalandið árið 1988, en kom reglulega í heimsókn til Majorka til þess að nauðga konunni. Staðgengill þessa prests hélt svo áfram uppteknum hætti. Uppeldi konunnar gekk út á að þegja og hlýða Hún segir að henni hafi verið algerlega ómögulegt að stöðva mennina, fyrst og fremst vegna þess uppeldis sem hún hlaut, sem gekk út á að þegja og hlýða. Fjölskylda hennar hafi verið afskaplega trúuð og íhaldssöm, enginn samt eins og faðirinn sem níddist á henni. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ekki lyft litla fingri til að hjálpa dóttur sinni. Þriðji guðsmaðurinn var vinur fjölskyldunnar og konan segir hann hafa byrjað að níðast á sér þegar hún var komin á þrítugsaldur. Ofbeldi þessara þriggja manna hafi ekki lokið fyrr en árið 2021 og hafði þá staðið yfir í 36 ár. Jesúítareglan gengst við brotum tveggja mannanna Tveir prestanna tilheyra trúarreglu jesúita, sem hefur lagt sérstaka áherslu á að liðsinna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Jesúítareglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gengist er við brotunum og þau hörmuð. Konan er beðin innilegrar afsökunar á framferði prestanna tveggja, sem hefðu einmitt átt að leggja alla áherslu á að vernda þessa viðkvæmu stúlku sem hafði mátt þola svo margt í æsku sinni, eins og segir í yfirlýsingunni. Málið er í rannsókn, en mennirnir hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir.
Spánn Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira