Innlent

Enn talsverð virkni á Reykjanesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Beðið er eftir nýju eldgosi á Reykjanesi.
Beðið er eftir nýju eldgosi á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Enn er talsverð virkni á Reykjanesi og hefur hún lítið breyst undanfarna daga. Stærsti skjálfti næturinnar varð um korter yfir tólf í nótt og var hann 4,1 að stærð. Skömmu áður greindist 3,8 skjálfti.

Töluvert af minni skjálftum greindist einnig í nótt en að öðru leyti er lítið að frétta, ef svo má segja, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Vel yfir ellefu þúsund jarðskjálftar hafa greinst frá 4.júlí en enn hefur ekki gosið, þó talið sé að kvika sé grunnt undir yfirborðinu við Keili.

„Í rauninni er staðan bara sú að kvikan virðist að öllum líkindum vera mjög grunnt og það er eiginlega ekki hægt að segja neitt meira eða nákvæmara heldur en það. Svo er bara að bíða og sjá hvort hún nái að brjótast upp þennan síðasta áfanga eða ekki,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu í gær.


Tengdar fréttir

Staðan á Reykja­nesi eftir daginn í dag

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkur kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa.

Jarð­skjálftinn yfir fjórir að stærð

Rétt fyrir klukkan 18 fannst snarpur jarðskjálfti vel á suðvesturhorninu. Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir að umræddur skjálfti hafi verið 4,5 að stærð og að hann hafi átt upptök sín rétt vestan við Kleifarvatn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×